Angur
Hey, Stúlka!

Já, þú sem ert í stutta latex pilsinu á dans gólfinu
Með geislandi bláu augun
Veistu að ég sé mig, já, ég sé mig
horfa í glampandi glettin augu þín
þar sem við stöndum
undir tærum himni, glitrandi stjörnum
og hálfum mána.

Þar upplifi ég hönd mína útrétta
og sé hjarta þitt
blæðandi í henni
slá sinn síðasta takt.

Blóð þitt drýpur af því og blandast dögginni
sem lekur eftir strái niður á jörð
þar sameinast það henni og nærir hana.
Ég legg frá mér hjartað.

Og sný við það baki
labba burt
í átt að æðri tilveru
sem mér var lofað yfir Wiski glasi á bar um daginn.
 
Örn Úlriksson
1976 - ...


Ljóð eftir Örn Úlriksson

Angur