án titils
legó-grá víðáttan breidd yfir gólfið
og hugurinn hleður hana höllum
sem brotna við bank á glugga
í brjáluðu rokinu
andrúmsloftið er fast fyrir
einsog augun full af möllum
ískrandi freðinn sársaukinn
hjartað í kokinu
og önd mín öll hún emjar
fjötruð hér á þessum stað
bandar frá sér í kófinu
rétt svo tórir
en pína þessi týnist skjótt
því minni mitt er sviði blað
draumarnir í hausnum
alltof stórir

plast trén einsog hráviði
rauða lestin liggur
var aldrei á sporinu
og fuglarnir hættir að tísta
það er legó-nótt í vændum
aftur í vorinu  
Skarpi
1982 - ...


Ljóð eftir Skarpa

án titils