Við tvær,þú og ég

Við erum tvær
týndar og litlar sálir.
Villtar í skógi hjartans.
Rötum ekki réttu leiðina.
Týndar,villtar
.......gleymdar.


Syndum í hafi
fullu af tilfinningum.
Gleði,sorg,
hlátur,grátur.


Erum hálf einmana.
Því enginn virðist skilja okkur.
Fiskarnir vilja ekki
taka eftir okkur
frekar en mannfólkið.


Við erum hræddar
við okkar eigin hugsanir.
hugsanir sem eru oft svo
ótakmarkaðar og endalausar.


Við erum pláneta
föst í miðri loftsteinahríð.
Allavega líður okkur
stundum þannig.


Mun einhverntímann
einhver skilja okkur?
Eða verðum við alltaf
týndar,villtar
........gleymdar!  
Sól
1978 - ...


Ljóð eftir Sól

Við tvær,þú og ég