Til þín
Ég horfi upp í stjörnubjartan himinn
fegurð norðurljósanna heillar mig

ég loka augunum

læt ímyndunaraflið reika
sé inn í heima og geima
sé inn í framtíðina
sé okkur saman
hönd í hönd
við hlið hvors annars

brosandi

enn ástfangin upp fyrir haus.

 
Harpa S. Ingadóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Hörpu S. Ingadóttur

Til þín