Háttur og höfuðstafur
Þú er..

Háttur og höfuðstafur
ástæða mín
til að binda þjakaður
ást mína í rím

Ég er..

Myrkur máni
enn fagurt skin
er mundar ljósi
á okkar kyn

Við erum..

Skáld er vinja leita
í hugans eyðimörk
en hamingjuna þreyta
á þunnri pappírs örk

Hún er..

Blik í lofti
skuggi af daufri lykt
er skáldið sat og orti
með hjartað sárt og tryllt

Hann er..

Ég, skáld eða drengur
með rómantískan hug
kanski enginn fengur
ég set mitt traust á guð

Það er..

Tilfinning um létti
tilfinning um ást
orð sem guð þinn setti
svo þú þyrftir ekki að þjást.  
Jón Tryggvi
1981 - ...


Ljóð eftir Jón Tryggva

Háttur og höfuðstafur