Svar til tengdadóttur
Sæl og blessuð ævinlega mín sæta ljóskan fín,
sólargeisla er nú líkast allt er frá þér skín.
Þú hefur tíðum haldið þig á lærdómsþroska braut,
hamingjan þig álítur sem tryggan förunaut.
Kæra tengdó, ég sjaldan fæ svo fagurt yndishjal
finnst mér birta jafnan að eiga við þig tal.
Ég vona líka að þú eigir eftir að bæta genin mín
og okkar bestu kostir muni segja þar til sín.
Um helgina er veisla Mörtu og margur hlakkar til,
mun hún þá verða fertug kunni ég aldri skil.
Aspir ég gróðursetti í dag til þeirra minninga gert,
fyrir okkur gömlu tvær en eitt fá börnin hvert.
Sjáumst næst í Vaðlaheiði, kankvís, kát og hress,
knús fyrir þitt góða ljóð, vertu sæl og bless.
sólargeisla er nú líkast allt er frá þér skín.
Þú hefur tíðum haldið þig á lærdómsþroska braut,
hamingjan þig álítur sem tryggan förunaut.
Kæra tengdó, ég sjaldan fæ svo fagurt yndishjal
finnst mér birta jafnan að eiga við þig tal.
Ég vona líka að þú eigir eftir að bæta genin mín
og okkar bestu kostir muni segja þar til sín.
Um helgina er veisla Mörtu og margur hlakkar til,
mun hún þá verða fertug kunni ég aldri skil.
Aspir ég gróðursetti í dag til þeirra minninga gert,
fyrir okkur gömlu tvær en eitt fá börnin hvert.
Sjáumst næst í Vaðlaheiði, kankvís, kát og hress,
knús fyrir þitt góða ljóð, vertu sæl og bless.
Anno 20. 6. 2007