Kjarnveig
Kjarnveig er komin í dalinn,
konan telur mig vera galinn,
bærilega er hryssan alin
og ágæt að kostum talin.
Í hestakaupum komin er
kannast ei við skyssu,
dável ætti að duga mér,
dái ég þessa hryssu.
Glóblesótt og fínt með fax
fer á gangi lipur,
Kjarnveigu ég kenndi strax,
kominn er listagripur.
Finnur Þórðar, frændi minn,
færði wiský er kom skapi í lag,
svo trítluðu Tea og Doddi inn
og tóku skál fyrir Kjarnveigarhag.
Ég hef setið við gluggann og horft hana á,
hún er dýrleg sem drottning að sjá, já,
dásamlegt var þessa Kjarnveigu að fá.
Það er vonandi að hana vanti ekki viljann,
sem flestir menn þrá er farið er að brúka,
en fallega lyftir hún taglinu við að kúka.
konan telur mig vera galinn,
bærilega er hryssan alin
og ágæt að kostum talin.
Í hestakaupum komin er
kannast ei við skyssu,
dável ætti að duga mér,
dái ég þessa hryssu.
Glóblesótt og fínt með fax
fer á gangi lipur,
Kjarnveigu ég kenndi strax,
kominn er listagripur.
Finnur Þórðar, frændi minn,
færði wiský er kom skapi í lag,
svo trítluðu Tea og Doddi inn
og tóku skál fyrir Kjarnveigarhag.
Ég hef setið við gluggann og horft hana á,
hún er dýrleg sem drottning að sjá, já,
dásamlegt var þessa Kjarnveigu að fá.
Það er vonandi að hana vanti ekki viljann,
sem flestir menn þrá er farið er að brúka,
en fallega lyftir hún taglinu við að kúka.
9. 7. 2007 Flutningabíllinn kom hér með Kjarnveigu og er farinn með Atorku í staðin suður á land. Þær eru báðar fjögra vetra gamlar og lítið tamdar.