Minning
Á titrandi strengjum og brotnum nótum sálar minnar,
líður lag mitt um þig.
Í skini sólar og mildum loga mánans
sé ég andlit þitt.
Angan birkis og blóma fær hugann til að kalla fram flakk og rómantískar stundir.
Í fölu myrkri haustsins heyri ég hjalið þitt.
Hjartað mitt er fullt af söknuði og sárum trega.
Sálin mín er brotin og ég næ ekki að raða brotunum saman.
Augun min eru döpur og full af tárum.
Brosið mitt er SVO langt í burtu að ég hræðist að týna því.
Kökkurinn í hálsinum vil ekki fara.
Mig langar svo að vera glöð,
langar svo að finna aftur hamingjutilfinninguna í hjartanu.
Ég missti besta vin minn í vor,
vininn sem ég gaf sálina mína.
Nu sit ég í sólinni og læt hugann reika.
Vildi getað komist út úr hugsuninni eða delet-að svo mér liði betur