Sorg
Ég er förunautur náðar
og nísti gegnum merg og bein.
Við þekkjum bálfarir báðar
og bæn er eftirstendur ein.
Í tárum tala til ykkar
er tregið mannanna mein.
Dyr mínar þungar og þykkar
þrútna við áköll og vein.
Ég er lækur og lítil fata
og lófi smár í hendi fyrr.
Minning sár sem brýst til baka
og breiðist yfir hvít og kyrr.
Líð um sævi og lendur fornar
og leik við stein og spegilmynd.
Uppspretta sem aldrei þornar
í ætt við ást misgjörð og synd.
og nísti gegnum merg og bein.
Við þekkjum bálfarir báðar
og bæn er eftirstendur ein.
Í tárum tala til ykkar
er tregið mannanna mein.
Dyr mínar þungar og þykkar
þrútna við áköll og vein.
Ég er lækur og lítil fata
og lófi smár í hendi fyrr.
Minning sár sem brýst til baka
og breiðist yfir hvít og kyrr.
Líð um sævi og lendur fornar
og leik við stein og spegilmynd.
Uppspretta sem aldrei þornar
í ætt við ást misgjörð og synd.