Bati
Þú varst dæmd á unga aldri, lífstíðar þunglyndisdómi.
Gast ekkert um það sagt,
það var of mikið á þig lagt,
þetta gerðist svo hratt.
Hatrið spratt.
Hann var stuttur þinn æskublómi.

En daufur glampi í svartamyrkri,
hélt í þér lífi og ljósi.
Sem örþunn fjöður í hendi styrkri,
varðstu sem lax í ósi.

Ástvinir sem ljúga og svíkja,
sem ræna ró og rústa trausti,
frá þér þau vilja ekki víkja.
Þau banka uppá á hverju hausti.

Þjáningum þínum þú kemst ekki frá,
sama hvaða afl, þú í höggin leggur.
Sjúkdómurinn þig heldur áfram að hrjá
En á milli ykkar er þó veggur.

Með tíma og tíð
Þú vegginn styrkir.
Ég bíð hér í dimmu, kulda og hríð,
á meðan þú veikina kyrkir.

 
Guðmundur R.
1984 - ...
Ég samdi þetta ljóð í kvöld. Það er um/til/samið vegna, vinkonu minnar sem hefur barist við þunglyndi í gegnum árin. Þess má geta að þetta er eina ljóðið sem ég hef samið, og sennilega það síðasta. Fannst samt tilvalið að skella því hérna inn.


Ljóð eftir Guðmund Rúnar

Bati