Skref
Eitt andartak og ævin byrjar
Örstutt spor þá lifnar sál
Og sæl hver móðir sönginn kyrjar
“Sigra muntu heimsins tál”

Og við hvert skref er sigur unninn
Sælan magnast inn í þér
Sem faðir móðir, bros um munninn
Breiðist út svo heimur sér

Og eftir nokkur ár þú lítur
Yfir ævi farna braut
Ljómar þá upp og lífsins nýtur
Lofar allt sem áður naut
 
Einbjörn
1966 - ...


Ljóð eftir Einbjörn

Tár þitt
Daginn eftir
Hlustað!
Samskipti IV
Samskipti I
Samskipti II
Samskipti III
Lækning
Skref
Á s t!
Dagur íslenskrar tungu
Hallur undir!
Hug-vekja í morgunsárið
Netið