

Tindri vatn í Tjarnargíg
tár á hvarmi skín.
Villist ég á vonum flýg
um vorið ástin mín.
Hrakinn fer um hálku svell
hjarn og jökulbreið.
Orðin þín við efstu fell
endust alla leið.
Ef ég einn um óbyggð fer
í skúta kveiki eld.
Vildi ég þú værir hér
vakir með um kveld.
Stjörnur eiga sagna mátt
skilja hjartans sál.
Líti ég til hæða hátt
heyrast stjörnu mál.
tár á hvarmi skín.
Villist ég á vonum flýg
um vorið ástin mín.
Hrakinn fer um hálku svell
hjarn og jökulbreið.
Orðin þín við efstu fell
endust alla leið.
Ef ég einn um óbyggð fer
í skúta kveiki eld.
Vildi ég þú værir hér
vakir með um kveld.
Stjörnur eiga sagna mátt
skilja hjartans sál.
Líti ég til hæða hátt
heyrast stjörnu mál.