ást er hamingja
hún brosir brosinu sínu bjarta,
en í sálu hennar er falið allt það svarta,
allt brostið í hennar hjarta,
svo margir sem hafa það gott kvarta,
ef þeir vissu hvað er sálardauði og sorg,
fólk sem strunsar og brunar um alla borg,
efnishyggja og fölsk brosin,
augun tóm og frosin,
lífið er ekki stærra og meira,
eða hvers konar bíl þú ert að keyra,
lífið er að elska og vera elskaður meira,
það er hið eina ómetanlega,
það er eitthvað sem allir ættu að gefa.  
ísól björk einarsdóttir
1979 - ...
þú kaupir ekki hamingju


Ljóð eftir ísólar

ást er hamingja