gæti elskað þig að eilífu
Elsku ástin mín kæra,
hví þurftiru mig svo að særa.
Ég hélt ég væri þín eina og sanna,
svona sviki og lygi ætti að banna.
Ég reyni og reyni að treysta þér,
en mér finnst ég bara svo tóm og ber.
Þann dag er ég frétti,
leið mér eins og ég ætti ekkert eftir.
Án efa,
ég reyndi þér að fyrirgefa.
En hjartað varð svo mölbrotið,
eins og öll orka út um gluggan hefði fokið.
Ég vildi að ég gæti verið þér við hlið,
en við hverju get ég nú búist við.
Mig verkar á hverjum degi,
hvað viltu að ég meir segi.
Ég gæti elskað þig að eilífu,
en hvað er ást án blíðu.
Hverjum degi ég hræðist því svari,
kannski best að ég bara fari.
Mundu það eitt ég þig elskaði alltaf,
og gat yfir því ekkert kvartað.  
sandra liliana
1987 - ...
ástin


Ljóð eftir söndru liliönu

gæti elskað þig að eilífu