Rússnesk fegurð
Leitandi af hita,
frosin , skjálfandi , stjörf,
svarthvít meðal lita
svo sóðalega djörf.

Dregin áfram hokin
augu stinga gólfið
stillimyndin eylíf
virðingin er horfin.

Veika vonin seld
skinn mitt ódýr feldur
ég missi mitt
þú virðingu þinni heldur

Tuskast og dröslast
varirnar bláar
sálin dæmd
óskirnar fáar

Hér vil ég stöðvast
augun svo þung
kannski von um virðingu
ef deyja mun ung

 
Soffa 2
1970 - ...
Ort eftir að horfa á heimildarmynd um mannsal í Rússlandi


Ljóð eftir Soffu 2

Rússnesk fegurð