Stjörnur og strípur
Hann sprengir í dag,
í nafni friðar og frelsis.

Stjörnur og strípur,
blakta við himin.

Fimmtíu, ef ég man rétt;
stjörnurnar.
Hef ekki talið strípurnar,
rauðar og hvítar.

Rauðar strípur,
eins og blóðið sem lekur,
af altari frelsisins.

Þessum litla dreng varð að fórna
svo þú getir gengið, frjáls maður, óhræddur.
Frelsið er ekki frítt,
en þér er sama.  
Örlygur Hnefil Örlyx!
1983 - ...


Ljóð eftir Örlyg Hnefil Örlyx!

Stjörnur og strípur