Á gæfustigum
Lengi man til lítilla stunda,
lít ég við og að því grunda,
að mín sé næstum ævin öll.
Ljúft var oft að lifa og vaka,
líka þurfti á verru að taka,
bjó mér skjól í bændahöll.
Marga stundu má ég trega,
mæddur fór ég bölvanlega,
brutu hugan bófar og tröll.
Virðast þó mín genin góð
og gáfuð börnin auka hróð
á gæfustigum um víðan völl.
lít ég við og að því grunda,
að mín sé næstum ævin öll.
Ljúft var oft að lifa og vaka,
líka þurfti á verru að taka,
bjó mér skjól í bændahöll.
Marga stundu má ég trega,
mæddur fór ég bölvanlega,
brutu hugan bófar og tröll.
Virðast þó mín genin góð
og gáfuð börnin auka hróð
á gæfustigum um víðan völl.
Annó 6. nóv. 2007