Sumir vilja stía okkur í sundur - til feðra
Þú glóandi sólhærða barn mitt
með ljómandi bros
yfir rjómafyllt gin,
augnráð þitt flæðir seytlandi
yfir mig.
Vetur er innra með mér
en neistar úr þér
loga - innan í mér
og vetrarnótt verður sumarnótt.
Höfuð mitt vorar,
blóm kvikna,
augu sindra.
Brumum, vöknum!
Ég vil finna heitann andvarann
sem þú ert.  
faðir og ÍH
1981 - ...


Ljóð eftir föður og ÍH

Sumir vilja stía okkur í sundur - til feðra