

Hver er þessi djöfuls drungi
er dregur úr mér allan mátt.
Og hver er hinn þögli þungi
er þráfallt knýr á dyrnar hátt.
Ert það þú sem sorgir sefar
en skilur eftir harmatár.
Líkt og þegar högg og hnefar
kaldir rífa blóðug sár.
Margir þekkja þennan efa
þú er stendur á sterkri grund
mundu æ að Guð mun gefa
gullið ykkur með milda lund.
er dregur úr mér allan mátt.
Og hver er hinn þögli þungi
er þráfallt knýr á dyrnar hátt.
Ert það þú sem sorgir sefar
en skilur eftir harmatár.
Líkt og þegar högg og hnefar
kaldir rífa blóðug sár.
Margir þekkja þennan efa
þú er stendur á sterkri grund
mundu æ að Guð mun gefa
gullið ykkur með milda lund.