Monte Vessapoesia
Monte Vessapoesia
er mesta viðundur Italíu
guðlausar hraunbreiður
sundlandi gjár
þetta einstaka eldfjall
er alltaf á túr
kvikstrokurnar flæða
eirðarlaust áfram
marka hlykkjóttan veg
sem endar í sólinni

fylgist með úr
órafjarlægð  
Aðdáandi
1989 - ...
Ég var að lesa fyrir próf og las um eldfjall rétt hjá Naples.
Þetta er magnað eldfjall. Eina virka eldfjallið á meginlandi Evrópu.
Það er samt ekki að gjósa núna. Sem best ég veit. Guðirnir tengjast
einhvern veginn þessu fjalli. Ég trúi ekki á guð. Mamma segir að
ég hafi verið guðhræddur sem barn. Ég þarf að fara í messu á morgunn.
Ég ætla að hugsa um þetta eldjfall. Þá hugsa ég kannski líka um guð.
Er guð kannski bara til? Það er erfitt að læra þegar maður hugsar
svona mikið.


Ljóð eftir Aðdáendir

Uppáhalds
Betlari (fyrir Jóhannes úr Katlum)
Ég er svo sammála Huldu
Áfengishjal
Jólaboðskapur
Út á landi er Helvíti
Monte Vessapoesia
Stjörnurnar sækja vín