Tvíeyki
Líkaminn þinn, og líka minn
mig langar í þinn, þú vilt fá minn
ekki ósnortinn, samt stórbrotinn
mínir fingur, vonast til að komast inn
strjúka svo blítt, ég lofa því
að þú opnir þig, svo gott að horfa í
augun þín, augun mín, týnast í
svífandi, andardráttur, svo lifandi
hvíslandi, syngjandi skynfæri
samlífið er yljandi, fingurnir stynjandi
taktur og hrynjandi, æsandi stígandi
lífsleikni, blíðleiki, fríðleiki
ég og þú, við erum tvíeyki  
Þóraldin
1983 - ...


Ljóð eftir Þóraldin

Tvíeyki