Áfengi
Ég var svo ung, ég var forvitin.
vissi að stóru krakkarnir gerðu svona.
mér langaði að vera eins.
ég gat ekki beðið meir.

ég fann þig. og drakk þig.
fann hvernig víman helltist yfir mig.
Þar til ég gat ekki ráðið yfir mér.
Tárin runnu niður kinnar mínar.

Ofurdrukkið fermingarbarn.
hvað hafði ég gert.
aldrei var aftur snúið.
Þú hertókst mig.

Hrædd er ég, þú stjórnar mér.
ég bíð eftir næstu flösku til að opna og klára.
deyja og gráta, hata og elska.
ég þarfnast þín öll kvöld.
 
Sigurbjörg
1990 - ...
Byrjaði 13 ára að drekka, og drakk í fyrsta skiptið heila 700ml flösku af snafsi frá mömmu


Ljóð eftir Sigurbjörgu

Hræddir foreldrar
Dáinn vinur
Áfengi
Fósturbarn