Köngulóarmaðurinn
Hann kom í lygum
lifir í lygi
vefur sinn lygavef

Margir litlir vefir í hornum
skreyttir með þyrnóttum rósum
ljósakrónan óskýrari
vefurinn þykknar yfir ljósinu
þar til að allt verður að lokum myrkvað
hann hefur framið enn eitt morðið
drepið sálina með lygavef

 
Berglind Eir Egilsdóttir
1986 - ...


Ljóð eftir Berglindi

Köngulóarmaðurinn