Júlínótt
HÆ!!!
Í vetrarhörkunni hugsaði ég mig
úti við um hásumarið
í góðum félagsskap og næturhitabylgju sæmilega sauðdrukkinn
og eins og svo oft áður
búinn að drekka af mér allan fjöldann
sem ýmist sefur fram á borðin
eða liggur undir þeim
þá víkur sér að mér maður
sem telur sig eiga sökótt við mig
og ég reyni bara að svæfa hann líka
og raula við hann vögguljóð:
Eigi skaltu þrasa og þrátta
þegar aðrir sofa rótt.
Yndislegust Íslandsnátta
er hin bjarta júlínótt.
Í vetrarhörkunni hugsaði ég mig
úti við um hásumarið
í góðum félagsskap og næturhitabylgju sæmilega sauðdrukkinn
og eins og svo oft áður
búinn að drekka af mér allan fjöldann
sem ýmist sefur fram á borðin
eða liggur undir þeim
þá víkur sér að mér maður
sem telur sig eiga sökótt við mig
og ég reyni bara að svæfa hann líka
og raula við hann vögguljóð:
Eigi skaltu þrasa og þrátta
þegar aðrir sofa rótt.
Yndislegust Íslandsnátta
er hin bjarta júlínótt.
Anno 22. 2. 2008