Ó rís upp Drottinn.
Ó rís upp Drottinn rís þú upp.
Þitt réttlæti er friður og ljós.
Glæð heiminn líkn glæð hugann friði
og kærleika Guðs um alla jörð.
Lof sundruðum þjóðum sátt og griði
syngið Drottni vorum þakkargjörð.
Því síðasta ósk hins örmagna manns
voru orðin sögð í hinsta sinn.
Bænin af krossi kölluð til hans;
„ Í hönd þína Drottinn anda fel minn".
Ó rís upp Drottinn rís þú upp.
Þitt réttlæti er friður og ljós.
Við göngum öll að Drottins dómi
dætur og synir og allir menn.
Himni lútið helgum rómi
hlustið því andinn er hér enn.
Þú ert fræ á akrinum eina
eitt lítið blóm úr skaparans hönd.
Þú blikar á stjörnur og steina
og sál þín er hafið og lönd.
Ó rís upp Drottinn rís þú upp.
Þitt réttlæti er friður og ljós.
Þitt réttlæti er friður og ljós.
Glæð heiminn líkn glæð hugann friði
og kærleika Guðs um alla jörð.
Lof sundruðum þjóðum sátt og griði
syngið Drottni vorum þakkargjörð.
Því síðasta ósk hins örmagna manns
voru orðin sögð í hinsta sinn.
Bænin af krossi kölluð til hans;
„ Í hönd þína Drottinn anda fel minn".
Ó rís upp Drottinn rís þú upp.
Þitt réttlæti er friður og ljós.
Við göngum öll að Drottins dómi
dætur og synir og allir menn.
Himni lútið helgum rómi
hlustið því andinn er hér enn.
Þú ert fræ á akrinum eina
eitt lítið blóm úr skaparans hönd.
Þú blikar á stjörnur og steina
og sál þín er hafið og lönd.
Ó rís upp Drottinn rís þú upp.
Þitt réttlæti er friður og ljós.
Samið fyrir Erling Gunnarsson tónskáld
við sálm hans "The Prayer".
við sálm hans "The Prayer".