Aþena
Það áttar sig enginn á því
að Aþena er enn í dag.
Með blysið sem ber hátt við ský
borg með heimspekilag.
Þar byggðust háar hallir
í horfnum merkis heimi.
Þar voru líka, ekki allir
undarlegir menn á sveimi.
Fræddu þann er vaka vildi
um veröld sem enginn sér.
Um anda með önnur gildi
og eldinn inn í þér.
En
Ég hitti seinna á Hverfisgötu mann
í himinbláum jakka við borð.
Og karlarnir söfnuðust í kringum hann
og kölluðu á heimspekiorð.
að Aþena er enn í dag.
Með blysið sem ber hátt við ský
borg með heimspekilag.
Þar byggðust háar hallir
í horfnum merkis heimi.
Þar voru líka, ekki allir
undarlegir menn á sveimi.
Fræddu þann er vaka vildi
um veröld sem enginn sér.
Um anda með önnur gildi
og eldinn inn í þér.
En
Ég hitti seinna á Hverfisgötu mann
í himinbláum jakka við borð.
Og karlarnir söfnuðust í kringum hann
og kölluðu á heimspekiorð.