Við enda götunnar
-Við enda götunnar,
Hafa rætur mínar bundist malbikinu
Svo aldrei hef ég haggast.

-Við enda götunnar,
Hafa tár mín fallið og myndað vötn
Svo aldrei mig þyrsti.

-Við enda götunnar,
Hefur hár mitt vaxið um mig allan
og hlíft mér frá kuldanum.

-Við enda götunnar,
Ég brosi er þú leggur þreytta hönd þína
Í lófa minn.

-Við enda götunnar,
Slít ég rætur mínar,
Þerri ég vötnin
Og sker hár mitt.
Tek hönd þína og geng við hlið þér.

-Við enda götunnar,
Er upphafið.
 
Þórður Sveinsson
1987 - ...


Ljóð eftir Þórð Sveinsson

Við enda götunnar
Kvenmannsleysi
Fyrirgefðu mér
Bitur Glíma
Kaffitár
Tvær sólir
Samviskubit