Örskot.
Aldrei bað ég neinn
að elska mín ljóð.
Þau orti ég einn
í anda míns sjóð.
Hver einasta stund
er örskot og bið.
Á siglingu um sund
á skipinu við.
Við borðstokkinn sit
og sigli út á mið.
Sé gersemi og glit
í gömlum rekavið.
Á fjaðravæng flýg
að fjarlægri strönd.
Á sjálfan mig stíg
og svíf yfir lönd.
Nótt þú ert náð
niðdimm og hljóð.
Þar get ég áð
við ókunna slóð.
Til deyjandi dags
er dögun mér hlý.
Ég leita því lags
að lifa með því.
að elska mín ljóð.
Þau orti ég einn
í anda míns sjóð.
Hver einasta stund
er örskot og bið.
Á siglingu um sund
á skipinu við.
Við borðstokkinn sit
og sigli út á mið.
Sé gersemi og glit
í gömlum rekavið.
Á fjaðravæng flýg
að fjarlægri strönd.
Á sjálfan mig stíg
og svíf yfir lönd.
Nótt þú ert náð
niðdimm og hljóð.
Þar get ég áð
við ókunna slóð.
Til deyjandi dags
er dögun mér hlý.
Ég leita því lags
að lifa með því.