Af tungunni
,,Oft er tungutrúr tíðindafár”,
af tungunni fá margir sár
og sumir því skilja ekkert í.
,,Vitið er verðinu betra”,
vandi að tala og letra,
en glópurinn gatar á því.
Sannleikur sagna er bestur,
í sífellu lygin brestur,
sem flest annað falssvínarí.
Fleygir oft slíku til föðurhúsa
og fast í svefni þar mætti dúsa,
en fjandinn vaknar alltaf á ný!
af tungunni fá margir sár
og sumir því skilja ekkert í.
,,Vitið er verðinu betra”,
vandi að tala og letra,
en glópurinn gatar á því.
Sannleikur sagna er bestur,
í sífellu lygin brestur,
sem flest annað falssvínarí.
Fleygir oft slíku til föðurhúsa
og fast í svefni þar mætti dúsa,
en fjandinn vaknar alltaf á ný!
Ort 2006, en yfirfarið og endurbætt 28. 4. 2008 á afmælisdegi Sigfúsar míns.