Spakmæli
,,Hver nýtur síns um síðir”,
sá þrífst sem þarfur er.
Illur er argur og stríðir;
,,elskan dregur elsku að sér”.
Gleðina er ljúfast að leiða,
til leikjanna vera ekki veill.
,,Að kvöldi skal ósættum eyða”.
,,Gott hús er góðum heill”.
,,Hver vaknar til sinna leifa”.
,,Þokka býður þrifin hönd\".
Með vinum skal vínið kneifa
og treysta sín tryggðarbönd.
sá þrífst sem þarfur er.
Illur er argur og stríðir;
,,elskan dregur elsku að sér”.
Gleðina er ljúfast að leiða,
til leikjanna vera ekki veill.
,,Að kvöldi skal ósættum eyða”.
,,Gott hús er góðum heill”.
,,Hver vaknar til sinna leifa”.
,,Þokka býður þrifin hönd\".
Með vinum skal vínið kneifa
og treysta sín tryggðarbönd.
Annó 29. 4. 2008