Ástin í nördheimum
Ó þú yndislega nörd,
þú yndislega sveitta nörd
sem situr í aldargamalli
Íþöku
með latneska lestrarbók.
Þú sérð mig ekki sitjandi í horninu,
sitjandi í horninu við gluggann
þó að augu mín fylgist meira með þér
en öllu öðru
þú veist það ekki ennþá
en ég skil þig
eins og
andtákni á t-RNA
skilur tákna á m-RNA
þú yndislega sveitta nörd
sem situr í aldargamalli
Íþöku
með latneska lestrarbók.
Þú sérð mig ekki sitjandi í horninu,
sitjandi í horninu við gluggann
þó að augu mín fylgist meira með þér
en öllu öðru
þú veist það ekki ennþá
en ég skil þig
eins og
andtákni á t-RNA
skilur tákna á m-RNA