Gleymmérei
Reynist mér erfitt, um ást mín’að rita
blanda henni saman við fegurstu mál,
upp magnast stressið, færandi svita
ég reyni og reyni með hjarta og sál.

Fyrir mér aðeins draumur þú ert
kvíði ég fyrir að vakna,
snerta þinn vanga og holdið bert
alla ævi og lengur mun sakna.

Líf okkar þakið er rauðum rósum
sem þó eiga til með að stinga,
stutt er í tárin, oft sorgina kjósum
þá verð ég hjá þér,
Ó fyrirgef mér.

Ó elsku ástin mín, þú ert sko toppurinn
kynþokka berð fullum hita,
fallegu varirnar, flottasti kroppurinn
ég gráðugur er í einn bita.

Mín orð eru sögð, og skrifuð í bók
þú veist hvar mig er að finna,
ég elska þig mest, það er ekkert djók
þig vildi ég á það minna. <3
 
Arnór Már
1989 - ...
Uppskrift: Smávegis af kærleik og áhyggjum, sykra svo vel með Væmni af öllum gerðum og láta bakast þangað til að ofninn þolir ei meir


Ljóð eftir Arnór Má Hansson

Ástarljóð
Gleymmérei