Að maka sig
Allt gengur vel þegar vel er að staðið,
við grannarnir höfum oft þetta reynt.
Með hestakerrunum var brotið blaðið,
birtist Tea með hestana allsekki seint.
Við ókum til Héraðs með folald og meri,
á Hryggstekk við lentum, en ekki hvað?
Hryssan þá fjandlega að folanum snéri
og flýttum við okkur heim í Skorrastað.
Við skildum við merina, hestinum hjá,
hennar áhugi mun að líkindum glæðast
og bærileg er von um hann fylji hana þá,
heppnin verði gjöful og líf megi fæðast.
En þar mun að mestu mannkynið vera sér,
sem megnar að maka sig hvenær sem er!
við grannarnir höfum oft þetta reynt.
Með hestakerrunum var brotið blaðið,
birtist Tea með hestana allsekki seint.
Við ókum til Héraðs með folald og meri,
á Hryggstekk við lentum, en ekki hvað?
Hryssan þá fjandlega að folanum snéri
og flýttum við okkur heim í Skorrastað.
Við skildum við merina, hestinum hjá,
hennar áhugi mun að líkindum glæðast
og bærileg er von um hann fylji hana þá,
heppnin verði gjöful og líf megi fæðast.
En þar mun að mestu mannkynið vera sér,
sem megnar að maka sig hvenær sem er!
Ég slóst í för með Dodda Júl granna mínum upp á Hérað 27. maí 2008