sprenging
Sviðnandi lík liggja fótum troðin á heitu malbikinu.
Einstaka hjarta er kramið í holræsunum.
Og það rýkur úr höfðum látinna systkina þinna.
Þú gengur hratt um.
Örvænting grípur þig.
Meðan þú leitar að foreldrum þínum,
passar þú þig að stíga ekki á tætta ættingja annarra,
Það er erfitt,
og þú hrasar um blóðugan fótlegg,
lendir á grúfu ofaná einhverju mjúku
Og þegar þú opnar augun og stendur upp,
sérðu látinn föður þinn
Augu hans eru stirð og opin.
Áður en þú heldur áfram í leit að móður þinni,
lokar þú augum föður þíns með annarri hendinni
og biður guð að gæta hans.
Þú finnur fyrir máttleysi í fótunum,
og sárum sting í bakinu.
En þú heldur áfram
Sérð konu á grúfu og stjakar við henni,
hún veltur yfir á hina hliðina.
En andlitið vantar, það hefur verið sprengt af
Máttleysið í fótunum verður sífellt meira og brátt ertu farinn að skríða
Þú reynir að halda áfram
Skimar í kringum þig
Brunarústir falla og lyktin er óbærileg.
Þér finnst þú skyndilega heyra móður þína kalla á þig í myrkrinu
?Hún er á lífi? hugsar þú
og styrkur þinn eykst.
Þú heldur áfram og nálgast hana óðum.
nú sérðu hana loks.
Ykkur er báðum létt.
Aðeins nokkur skref eftir.
En þá heyrir þú drunur,
lítur upp,
og sérð að húsveggur, beint fyrir ofan þig hrynur
Sársaukinn í bakinu er farinn
þú ert komin eitthvert annað
þú sérð systkini þín og föður
en þú skildir hana eftir.
Móðir þín lifði sprengjuna af.
En ekki sakna hennar.
Það verða fleiri sprengjur,
og hún kemur brátt.


 
bergrún íris
1985 - ...


Ljóð eftir bergrúnu írisi

sprenging