Hvert sem ég fer...
Hver sem ég er
og hvert sem ég fer
geng ég oft útfrá því einu
að hver sem ég var
skiptir ei hvar
lærði ég sjaldan af neinu

Þótt tvíverknað, leti og
mistök ég gréti
aldrei neitt liði mér betur
frekar læt ég þig lesa
eftir mig; lúsablesa
eitthvert tilgangslaust helvítis letur

þínum tíma ég sóa
bý til sár sem ei gróa
létt vér drepum yndið
sem sólin vor stjórnar
og maður títt fórnar
þú ert sauður og mér finnst það fyndið.
--------------------------------
ca 10 mín.

 
Bráðefnilegur
1983 - ...
Heimska er relatív.


Ljóð eftir Crazy

Hvert sem ég fer...
Hver ert þú?