Formáli að ræðu
Sælir góðir hestamenn,
ég orti formálann að ræðu minni
um reiðforingjann knáa, sem réði mig til starfans,
hann hljóðar á þessa leið:
Ég staðreyndum reyni að halda til haga,
hingað fengum við Ingólf, sem mála kann.
Húmorinn glæddi og hann mátti laga
og hestamennina fljótlega uppnefna vann.
Ásvald og mig nefndi Ræktun og ráðgjöf,
við reyndir menn erum og viskan ei treg
og mörgu í sama dúr engin varð á töf,
uppátæki hans eru oftast viskuleg.
Nú réð´ann mig sem ræðumann í kvöld,
til að raupa um hestamennsku og ljóð ykkur að segja.
Ætli ruglan hafi rifið af honum völd
og ráðlegra hefði ekki verið að biðja mig um að þegja?
ég orti formálann að ræðu minni
um reiðforingjann knáa, sem réði mig til starfans,
hann hljóðar á þessa leið:
Ég staðreyndum reyni að halda til haga,
hingað fengum við Ingólf, sem mála kann.
Húmorinn glæddi og hann mátti laga
og hestamennina fljótlega uppnefna vann.
Ásvald og mig nefndi Ræktun og ráðgjöf,
við reyndir menn erum og viskan ei treg
og mörgu í sama dúr engin varð á töf,
uppátæki hans eru oftast viskuleg.
Nú réð´ann mig sem ræðumann í kvöld,
til að raupa um hestamennsku og ljóð ykkur að segja.
Ætli ruglan hafi rifið af honum völd
og ráðlegra hefði ekki verið að biðja mig um að þegja?
Formáli að kvöldútreiðarræðu fyrir Blæsfélaga á 7. júníkvöldi 2008