Ræktun og ráðgjöf
Að lokum ætla ég að kynna ykkur aðeins betur
hestaþjónustu- og ræktunarmiðstöðina
að Efri-Skálateigi 2 og því orti ég ykkur alveg
special kveðjuljóð um Ræktun og ráðgjöf:
Í hestamálum mörgum hér,
misjafnlega er farið.
Munið að: ,,Ræktun og ráðgjöf” er
með rétta og eina svarið.
En góðu ráðin gerast dýr,
er gjaldið fram skal reiða,
efni margra eru rýr
og erfitt til viskuleiða.
Oft er ráðið eina þá
upp í skuld að taka,
yndislega augnagná,
æsta til skyndimaka.
Því segi ég ykkur að víst er von,
að viskan komist í lensku,
því ég gæti getið ykkur son,
góðan í hestamennsku.
Vafalaust allir vita um það,
með verkunum mér láti best tala.
Ég skrái þetta og skrifa á blað,
skál kæru vinir og rassgat í bala!
hestaþjónustu- og ræktunarmiðstöðina
að Efri-Skálateigi 2 og því orti ég ykkur alveg
special kveðjuljóð um Ræktun og ráðgjöf:
Í hestamálum mörgum hér,
misjafnlega er farið.
Munið að: ,,Ræktun og ráðgjöf” er
með rétta og eina svarið.
En góðu ráðin gerast dýr,
er gjaldið fram skal reiða,
efni margra eru rýr
og erfitt til viskuleiða.
Oft er ráðið eina þá
upp í skuld að taka,
yndislega augnagná,
æsta til skyndimaka.
Því segi ég ykkur að víst er von,
að viskan komist í lensku,
því ég gæti getið ykkur son,
góðan í hestamennsku.
Vafalaust allir vita um það,
með verkunum mér láti best tala.
Ég skrái þetta og skrifa á blað,
skál kæru vinir og rassgat í bala!
Ort sem kveðjuorð fyrir ræðuhöld á útreiðakvöldi Blæsfélaga 7. júní 2008