Andvari.
Það birtist mér í blöðum trjánna
að boðberi vorsins er seint á ferð.
Ég sé það líka við grjótagjánna
að grámosinn býr að fyrstu gerð.
Stofn sem líka var af Guði gefinn
og glóir við engi sem sáð er í.
Lifir þar sem veðra kreppti hnefinn
er kaldari en móður höndin hlý.
Hann vex upp við akrana alla
er enda þar sem land hans grær.
En brum hans í baráttu falla
ef birtan ekki til hans nær.
að boðberi vorsins er seint á ferð.
Ég sé það líka við grjótagjánna
að grámosinn býr að fyrstu gerð.
Stofn sem líka var af Guði gefinn
og glóir við engi sem sáð er í.
Lifir þar sem veðra kreppti hnefinn
er kaldari en móður höndin hlý.
Hann vex upp við akrana alla
er enda þar sem land hans grær.
En brum hans í baráttu falla
ef birtan ekki til hans nær.