Þráin að gleyma
Ég vildi að ég gæti gleymt.

Gleyma því sem ekki má,
í samfélagi nútímans.

Ég hef verið staðin að verki,
sem þjófur ástarinnar.

Ég vildi að ég gæti gleymt.

Öllu því sem ég man.

Ég vildi að ég væri hestur,
þeir gleyma.  
Rakel Ásgeirsdóttir
1990 - ...


Ljóð eftir Rakel Ásgeirsdóttir

Þráin að gleyma