Á afmæli Mörtu 2008
Fjörutíu og eins færð þú ljóð,
frá pabba sem skálar við loft
og vísan mín skal verða góð,
vandinn þó bregðist mér oft:
Marta hefur mætust kvinna,
mikið til góðverka að leggja,
haft mörgum hefur að sinna,
til handanna vinnu tveggja,
nú æsist til Englandsferðar,
Afríku þótt vel um skeyti,
en vel þurfa að vera gerðar,
varnir fyrir Doktorsheiti.
Hún hefur í erminni ása,
sem oft hafa á borðið litið,
er aðrir býsnast og blása,
barasta notar hún vitið.
frá pabba sem skálar við loft
og vísan mín skal verða góð,
vandinn þó bregðist mér oft:
Marta hefur mætust kvinna,
mikið til góðverka að leggja,
haft mörgum hefur að sinna,
til handanna vinnu tveggja,
nú æsist til Englandsferðar,
Afríku þótt vel um skeyti,
en vel þurfa að vera gerðar,
varnir fyrir Doktorsheiti.
Hún hefur í erminni ása,
sem oft hafa á borðið litið,
er aðrir býsnast og blása,
barasta notar hún vitið.