Ilmurinn af ástinni
Ilmurinn af ástinni
lá í sumarnóttinni
er þú seildist eftir mér
og við elskuðumst í svefnrofunum
á meðan húsið svaf.

Bara þú og ég.

Hvísluðum ástarorð
innileg og sönn.

Við hlið okkar lá ungviðið og svaf vært.
Saklaus ávöxtur ástar okkar.
 
Brynja Magnúsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Brynju

Ilmurinn af ástinni