Kvíði.
Úr vonum er ég vakin
og vex á grænu engi.
Úr mold er rót mín rakin
ristir djúpt og dafnar lengi .
Guð minn er sigursæll
ég sver mig í ættir hans.
Ég er þegandi þræll
en þyrnir í augum manns.
Ljós mín loga við strendur
svo leiðir megi rata.
Um lönd mín og lendur
líta allir til baka.
Ég svíð þína sál
og sigrað get ég allt.
Ég er brennandi bál
blóð jarðar og salt.
og vex á grænu engi.
Úr mold er rót mín rakin
ristir djúpt og dafnar lengi .
Guð minn er sigursæll
ég sver mig í ættir hans.
Ég er þegandi þræll
en þyrnir í augum manns.
Ljós mín loga við strendur
svo leiðir megi rata.
Um lönd mín og lendur
líta allir til baka.
Ég svíð þína sál
og sigrað get ég allt.
Ég er brennandi bál
blóð jarðar og salt.