Stiklur
Leiktu dátt við góðan gest.
Geðjast sá er kveður best.
Hláturinn jafnan birtir brá.
Brosið ljómar innan frá.
Dansaðu ekki á annars fót.
Öll er dyggð með langa rót.
Vænust mey er varla ljót.
Veðjaðu ekki á leiða snót.
Hóf er best að hafa í leik.
Hollt er ekki að vaða reyk.
Trúðu á þitt megn og mátt.
Mæla skálkar oftast flátt.
Trúður margar kúnstir kann.
Karpaðu ei við fullhugann.
Góður ræðir réttast mál.
Réttist aftur vel beygt stál.
Mælskir tíðum fara á flug.
Fyllast kappar þrótti og dug.
Ergir flest í taumi tregt.
Takmarki náð er dásanlegt.
Geðjast sá er kveður best.
Hláturinn jafnan birtir brá.
Brosið ljómar innan frá.
Dansaðu ekki á annars fót.
Öll er dyggð með langa rót.
Vænust mey er varla ljót.
Veðjaðu ekki á leiða snót.
Hóf er best að hafa í leik.
Hollt er ekki að vaða reyk.
Trúðu á þitt megn og mátt.
Mæla skálkar oftast flátt.
Trúður margar kúnstir kann.
Karpaðu ei við fullhugann.
Góður ræðir réttast mál.
Réttist aftur vel beygt stál.
Mælskir tíðum fara á flug.
Fyllast kappar þrótti og dug.
Ergir flest í taumi tregt.
Takmarki náð er dásanlegt.
Ort 2. ágúst 2008