Tölvubréf um ,,Versló\"
Nú á að fara að borða súpu og kjöt,
veisluhöldin standa nótt sem dag.
Dúna, Jóna og Óli komin í ferðaföt
og fara að síga heim um sólarlag.
Magga með Heiðu fór á ball í bænum,
bráðar að vonum kemur henni frá.
Norðaustan kaldi belgir sig í blænum
og Bogi Geir er farinn norður á stjá.
Kvæðið er bull ég býsna er ei þolinn,
bundinn ég er nú við dálítið stress.
Mamma kallar æ, skiptu nú um bolinn,
verið þið sæl og mörgum sinnum bless.
Kveðja, Einar
veisluhöldin standa nótt sem dag.
Dúna, Jóna og Óli komin í ferðaföt
og fara að síga heim um sólarlag.
Magga með Heiðu fór á ball í bænum,
bráðar að vonum kemur henni frá.
Norðaustan kaldi belgir sig í blænum
og Bogi Geir er farinn norður á stjá.
Kvæðið er bull ég býsna er ei þolinn,
bundinn ég er nú við dálítið stress.
Mamma kallar æ, skiptu nú um bolinn,
verið þið sæl og mörgum sinnum bless.
Kveðja, Einar
Skrifað 4. ágúst 2008