Hið fullkomna líf
Í mínum augum, vakna á morgnana og opna hurðina út á svalir. Þar sé ég á milli húsanna út á blátt hafið. Finn ilminn af blómunum og hvernig hlý golan blæs í gegnum hárið. Liðaðir lokkarnir hafa lýst í sólinni og roðnað í endunum.
Fer aftur inn og borða ferska ávexti, les hugsanlega blaðið frá því í gær.
Ég bý ein og það er Miðjarðarhafið sem svæfir mig á kvöldin.
Ég er misheppnaður listamaður en ég hef allt sem ég þarf.
Hvítt steinhús.
Þröngar götur.
Sólskin.
Og einstaka sinnum elskhuga sem rífur mig úr fötunum, þrýstir mér að sér og leyfir mér að sökkva í alsælu fullnæginga og kossa.
En ég bý í blokk á Íslandi.
Og lífið er alls ekki svona.
Fer aftur inn og borða ferska ávexti, les hugsanlega blaðið frá því í gær.
Ég bý ein og það er Miðjarðarhafið sem svæfir mig á kvöldin.
Ég er misheppnaður listamaður en ég hef allt sem ég þarf.
Hvítt steinhús.
Þröngar götur.
Sólskin.
Og einstaka sinnum elskhuga sem rífur mig úr fötunum, þrýstir mér að sér og leyfir mér að sökkva í alsælu fullnæginga og kossa.
En ég bý í blokk á Íslandi.
Og lífið er alls ekki svona.
ljóð getur verið smásaga segir misheppnaði listamaðurinn,