Til þín
Í sorg og trega ég leita að
því sem lífið áður gaf
allt sem hélt ég væri rétt
reyndist verða mér dýrkeypt.

Á flótta undan lífinu
ég fer að fara yfir um
ekkert breytist, jú ég breyttist
ég hef lært af mistökum.

Jafnvel sól og sumar hiti
fá ei slökkt mína þrá
þráin sogar, þráin dregur
úr mér alla lífsins þrá.

Með vonarneista í huganum
dreg ég upp úr hjartanu
það sem segja þarf og segja vill
Ég vill fá þig aftur

Er bíð ég eftir svarinu
mun ég vera karlmaður
Ég mun ei gráta, ég skal ei gráta
tíminn er minn óvinur

Hvað sem skeður, hvað mun verða
Mun ég ávallt elska þig
Ég mun ei flýja, mun ei hverfa
Ég verð alltaf þér við hlið

Ég veit ei hvernig lífið verður
Viljir þú ei fylgja mér
Grátur er samt fyrsta orðið
Sem kemur upp í huga mér.
 
Valli
1981 - ...


Ljóð eftir Valla

Til þín
Á endastöð?