Af ást og trú
Miklu kann viljinn að velta,
þótt viskan sé út úr kú.
Þeir ríku þjóðina svelta,
í þrotlausri frjálshyggjutrú.
Af fumleysi framtakið elta,
finnast mér ráðin dýr.
Útrásar garmarnir gelta,
að gróða er þefur nýr.
Evrur til allra bóta,
ekki skal farið með gát,
Ríkisstjórn fim til fóta,
fátækir skák og mát.
þótt viskan sé út úr kú.
Þeir ríku þjóðina svelta,
í þrotlausri frjálshyggjutrú.
Af fumleysi framtakið elta,
finnast mér ráðin dýr.
Útrásar garmarnir gelta,
að gróða er þefur nýr.
Evrur til allra bóta,
ekki skal farið með gát,
Ríkisstjórn fim til fóta,
fátækir skák og mát.
Anno 2008