Sólroði
Hve fagurt er að horfa á roða sólarlags
í eftirvænting bíð ég komu sumardags
í hverjum geisla sólar býr dulið leyndarmál
í hverju skýjahnoðra fögur sál.

Það er sem glitri gull og silfur allt í senn
í undrun og lotning á mynd þá horfa menn
það listaverk er fegurst allra listaverka hér
af öllum öðrum myndum sólin ber.

Hve undarleg er kyrrðin og friðsældin í kvöld
í fuglum heyrist ekkert því þögnin tekur völd
það bærist hvorki grasið né hár á höfði manns
skýin hafa stansað eftir dagsins dans.

(ljóð K.H.K)

 
Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir
1954 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur

Brúðurin
Sólroði