Haust.
Moldin og jörðin mig á sækja
og minning tærra fjallalækja.
Ég leggst í grasið og læt mig dreyma
um leiðina vestur til ykkar heima.
Og hvikandi skíman hún seiðir
er sól á jörðina geislana breiðir.
Skuggarnir veiða og vaka í þögnum
og vefja mig gömlum sögnum.
Og farfuglarnir í fjallasölum
um fegurðina tala í sumardölum.
Upp til himins stjarna stara
svona - nú verðum við að fara.
Svo hefja þeir flug einn af öðrum
yfir öldur á stinnum fjöðrum.
En firðirnir í fjarskann líta
og finna að þessu verður að hlíta.
Á meðan sumarið ljóðin semur
og stormurinn landið lemur.
En djúpt í dægrunum vaka
draumar sem aldrei koma til baka.
Sofa í fallandi fossunum öllum
sem frjósa í haust upp á fjöllum.
og minning tærra fjallalækja.
Ég leggst í grasið og læt mig dreyma
um leiðina vestur til ykkar heima.
Og hvikandi skíman hún seiðir
er sól á jörðina geislana breiðir.
Skuggarnir veiða og vaka í þögnum
og vefja mig gömlum sögnum.
Og farfuglarnir í fjallasölum
um fegurðina tala í sumardölum.
Upp til himins stjarna stara
svona - nú verðum við að fara.
Svo hefja þeir flug einn af öðrum
yfir öldur á stinnum fjöðrum.
En firðirnir í fjarskann líta
og finna að þessu verður að hlíta.
Á meðan sumarið ljóðin semur
og stormurinn landið lemur.
En djúpt í dægrunum vaka
draumar sem aldrei koma til baka.
Sofa í fallandi fossunum öllum
sem frjósa í haust upp á fjöllum.