Þegar Járntjaldið féll
Hún stóð þarna
í hvítum kjól
og brosti heimskulega til mín
Ég kreisti fram bros
og fann pirringin alveg fram í fingurgóma

SVIKAKVENDI! SVIKAKVENDI! SVIKAKVENDI!

Hún labbaði í áttina að mér
staðnæmdist fyrir framan mig,
brosti, og sló mig
af lífs og sálarkröftum
Það var líkt og tíminn stæði í stað og
ég fann blóðbragðið í munninum

SVIKAKVENDI! SVIKAKVENDI! SVIKAKVENDI!

Ég hallaði höfðinu aftur og
fyllti munninn af blóði
Lét það síðan frussast á milli tananna á mér yfir
hvíta hvíta svanhvíta
kjólinn hennar

hló síðan trylltum hlátri
er blóðið lak niður hálsinn á mér




 
Birna Helena Clausen
1985 - ...


Ljóð eftir Birnu Helenu Clausen

Draumanætur í Febrúar
Þegar Járntjaldið féll
Bitrukonu- blús